trenia
TRENIA meaning : to be strong
Ég vil að þú viljir mæta á æfingu.
ÞJÁLFARINN ÞINN
Tinna Rut
25 ára íþróttakona
Ég hef stundað íþróttir allt mitt líf, æfði og keppti í blaki í 20 ár með félagsliðum hér- og erlendis og með landsliðinu. Byrjaði að stunda einhverskonar crossfit/functional fitness árið 2020 samhliða blakæfingum og fann gríðarlegan mun á mér inni á blakvellinum með auknum styrk og úthaldi.
Útskrifaðist með Bs.c. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk námskeiði til mömmu- og meðgönguþjálfunnar árið 2024. Í dag stunda ég diplómanám í styrktar- og þolþjálfun við Barca innovation hub.
Samhliða náminu og eftir útskrift þjálfaði ég í líkamsræktarstöðinni Afrek, þjálfaði fjölbreyttan hóp af fólki sem skilaði sér í allskonar reynslu, meðal annars mömmutímar, þrektímar og unglingatímar.
Ég hef mikinn áhuga á að hjálpa ungu íþróttafólki að ná árangri og fólki almennt að hafa gaman af hreyfingu.
Það er lykilatriði að hafa gaman af því sem maður er að gera ef maður vill halda því áfram, og þessvegna er mitt helsta markmið að setja upp fjölbreyttar, skemmtilegar og krefjandi æfingar.



